Post Tagged with: "Sequences Art Festival"

HÓLLISTIC THERAPY

Sequences VI – utandagskrá Laugardaginn 13. apríl kl. 16:00-19:00 Hóll gestavinnustofa Á Sequences VI mun Liam Scully (UK) sýna myndbandsverkið Quake. Verkið er samansafn af jarðskjálfta-skotum með íbúum Seyðisfjarðar í aðalhlutverki. Viðfangsefni verksins er hin dramtíska daglega iðja, s.s. búðarferð, hittingur eða eftirmiðdags göngutúr. Snögglega er hinu hversdagslega magnað upp með sýndarjarðskjálfta. Liam mun sýna myndbandsverkið samhliða teikningum og samklippimyndum af hans daglega lífi og samlífi með bæjarbúum. Hægt er að fylgjast með framvindu dvalar Liam´s á bloggi hans. www.gone2iceland.blogspot.com Viðburðurinn er hluti af Sequences VI – Utandagskrá, www.sequences.is