Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"

SOÐ

SOÐ

Nemar á lokaári úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands opna samsýninguna SOÐ næstkomandi laugardag í Skaftfelli á Seyðisfirði. Sýningin er afrakstur tveggja vikna námskeiðs í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna, Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands og Tækniminjasafn Austurlands. Andi bæjarins fléttast inn í listræna vinnu nemenda sem eru bæði af innlendu og erlendu bergi brotnir. Þeir hafa unnið með staðhætti, brugðist við umhverfinu og sköpunarkraftinum sem Seyðisfjörður býr yfir. Forvitni þeirra hefur drifið þau áfram við listrænar rannsóknir og leitt til spurninga um alheiminn, tímann, tækni, manneskjuna og lífið. Verkin eru af ýmsum toga; skúlptúrar, hljóðverk, innsetningar og uppákomur. Nemendur hafa lagt leið […]

Read More

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi 2014

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi 2014

Þórarinn Eldjárn, Soffía Bjarnadóttir, Kristín Eiríksdóttir, Gyrðir Elíasson og Gísli Pálsson lesa úr nýjum verkum. Auk þess verða með í för austfirsk skáld og þýðendur: Hrafnkell Lárusson, Ingunn Snædal, Kristan Guttesen, Sigga Lára Sigurjónsdóttir og Stefán Bogi Sveinsson. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 fyrir börn og eldri borgara. Posi á staðnum. Lestinn stoppar einnig á eftirfarandi stöðum: Mikligarður Vopnafirði, föstudaginn 28. nóv. kl. 20:30 Skriðuklaustri Fljótsdal, laugardaginn 29. nóv. kl. 14:00 Safnahúsið Neskaupstað, sunnudaginn 30. des. kl. 13:00 Að lestinni standa: Menningarmálanefnd Vopnafjarðar, Gunnarsstofnun, Skaftfell og UMF Egill rauði.