Claudia Hausfeld, Elísabet Brynhildardóttir, Eva Ísleifsdóttir, Sindri Leifsson

Claudia Hausfeld, Elísabet Brynhildardóttir, Eva Ísleifsdóttir, Sindri Leifsson

2. desember 2017 – 4. febrúar 2018.

Group exhbition.

Claudia Hausfeld er fædd árið 1980 í Berlín. Hún stundaði nám í ljósmyndun við Listaháskólann í Zürich í Sviss. Hún útskrifaðist með BFA gráðu úr Listaháskóla Íslands árið 2012. Claudia hefur tekið þátt í að reka listamannarekin rými í Sviss, Danmörku og Íslandi og er nú stjórnarmeðlimur Nýslistasafnsins. Claudia notast við ljósmyndina sem miðil í listsköpun sinni og vekur upp spurningar með verkum sínum um framsetningu, minni, og minnisleysi sem og skilning okkar á því sjónræna.

Elísabet Brynhildardóttir útskrifaðist frá University College for the Creative Arts 2007. Frá útskrift hefur hún tekið þátt í fjölbreyttum sýningum og öðru myndlistartengdu starfi. Nú síðast í janúar sýndi Elísabet tvö verk og sýningarstýrði ásamt Selmu Hreggviðsdóttur og Katerina Vallé samsýningunni „í drögum“ í Ketilhúsi Listasafns Akureyrar. Verk hennar hafa einnig verið sýnd í Verksmiðjunni á Hjalteyri, Nýlistarsafninu, í Hafnarhúsinu og vídeó arkívi Kling & Bang. Einnig hafa verk hennar ferðast víða, nú síðast í vor á samsýningunni Prehistoric Loom í Glasgow, í Hong Kong, Tromsö og Berlín. Síðastliðin ár hefur Elísabet verið virkur þátttakandi í myndlistarsamfélaginu. Ber þar helst að nefna stofnun, hönnun, útgáfa og sýningarstjórnun Endemi tímarits, aðstoðarsýningarstjórnun útskriftarsýningar LHÍ 2013 og verkefnastjóri Dags myndlistar 2014. Samhliða þessu situr hún í ritnefnd STARA sem SÍM gefur út ásamt því að vera virkur meðlimur í Kling & Bang.

Eva Ísleifsdóttir er fædd árið 1982 í Reykjavík. Hún hefur búið og starfað í Reykjavík og Aþenu í Grikklandi frá árinu 2015. Hún lauk MFA-gráðu frá skúlptúrdeildinni í Edinburgh College of Art í Skotlandi árið 2010 og BA-námi frá Listaháskóla Íslands árið 2008. Á síðustu sýningu vann Eva með ímynd listamannsins og listaverksins og voru hversdagurinn og samfélagsrýni henni hugleikin. Handverkið var til staðar en gjarnan er það ásýnd eftirmyndarinnar eða fúsksins sem haldið er á lofti og líkist fremur leikhúsmunum en upphöfnum höggmyndum.

Sindri Leifsson er fæddur árið 1988 í Reykjavík. Hann lauk MFA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö, Svíþjóð árið 2013 og BA-námi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Einföld tákn og meðhöndlun efniviðarins eru endurtekin stef í verkum Sindra en umhverfi og samfélag koma gjarnan við sögu. Síðasta sýning hans teygði sig út fyrir sýningarrýmið þar sem óljósir skúlptúrar hafa tekið sér tímabundna fótfestu í umhverfinu og er ætlað að draga fram hugmyndir um borgarskipulag og hegðun okkar í rýminu.

SL_austurland