Home » 2007

POLLAR

07 júl 2007 – 04 ágú 2007
Aðalsýningasalur


Ég vil helst vinna á óskilgreindu svæði.  Þar eru möguleikarnir, efinn, áhættan, og spenningurinn.  Forvitnin leiðir mann áfram og efinn ögrar manni. Það sem oftast á sér stað hjá mér er að viðfangsefnið, sem er gjarnan hlutur, efni eða lífvera,  kemst í snertingu við einhvers konar rými, til dæmis herbergi eða ákveðinn myndflöt. Þetta skeður gegn um ljósmynd eða video, þá tölvu, og síðan raunverulegt rými.  Verkin mín geta kallast viðvarandi rannsókn á samruna hlutar og rýmis, myndar og ramma, framsetningar og teygjanleika. Verkin virðast oftast fá form sem tengist málverki á einhvern hátt.  Ekki vegna þess að ég óski þess sérstaklega, það er mér bara eðlilegt.  Jafnvel 8 millimetra kvikmynd sem ég gerði 1980 er málverk í eðli sínu, jafnvel þó ég hafi ekki málað á námsárunum.  Þetta gæti leitt mann að þeirri niðurstöðu að málverk sé hugarástand frekar en myndlistaraðferð. Efniskennd og pixlar,  möguleikinn á að vinna með efni á óefniskenndan hátt er auðvitað þversögn. Það er samt ein hliðin á verkinu “Pollar” sem ég sýni nú í Skaftfelli.  Það er video, hljóð og ljósmyndainnsetning, sem er unnin á sta-frænan, en um leið mjög efnislegan / líkamlegan hátt.

“Pollar” tengist ljósmyndaverki sem ég gerði árið 1979.  Það samanstóð af tveimur svart-hvítum ljósmyndum sem set-tar voru upp á gagnstæðum veggjum.  Önnur sýndi mjólkurdropa sem var að detta úr flösku.  Hin sýndi dropann lenda í mjólkurpolli.  Myndavélin, og þar með áhorfandinn var á milli. Hljóðið er mjög mikilvægur hluti verksins, og undirstrikar rýmislega eiginleika þess. Það virkjar einnig áhorfandann, sem ósjálfrátt reynir að tengja hljóð og mynd.

Tumi Magnússon hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum víðsvegar um heiminn um árabil.

1957 Fæddur í Reykjavík
1976-78 Myndlista- og handíðaskóli Íslands
1978-80 AKI Enschede, Hollandi
1980-81 Universidad de Granada, Spáni

www.tumimagnusson.com

POLLAR

Main Gallery

07.07.- 04.08.2007

I prefer to work in an undefined area.  That is where the possibilities are, the doubt, the risk and the excitement.  Curiosity leads you on, and doubt challenges you.

What usually happens is that the motive, usually an object, material or a living organism, comes into contact with some kind of spatial situation, like a room, or a picture format.  This occurs by the way of a photograph or video, then a computer, and after that real space. My works can be called an ongoing research on the fusion of object and space, picture and frame, representation and elasticity.

The works often seem to take a form that relates to painting in one way or another.  Not because I necessarily want them to, it just happens naturally.  Even an 8 mm film I made in 1980 is basically a painting, although during my studies I did not paint. This might lead you to the conclusion that painting is a state of mind, or a method of observation, rather than a media.

Material versus pixels, or the possibility of working in a material way through an immaterial media is of course a con-tradiction.  This is one of the aspects of the installation “Puddles” on show now at Skaftfell.  It is a video, sound and photo installation, but at the same time it has very physical qualities.

“Puddles” is related to a photo installation I made while I was studying in 1979.  It consisted of two black and white photographs installed on opposite walls.  One showed a drop of milk coming out of a bottle.  The other showed the drop landing in a puddle of milk.  The camera, and thereby the viewer was situated in between.

The sound is an important part of the work, and underlines its spatial qualities.  It also activates the viewer, who automatically attempts to connect sound and picture.

 

Tumi Magnússon has participated in a number of exhibitions through out the world.

 

1957 Born in Reykjavík

1976-78 The Icelandic College of Art and Crafts

1978-80 AKI Enschede, Holland

1980-81 Universidad de Granada, Spain