Articles by: Þórunn

Dagskrá haustsins er komin á netið

Haustdagskrá Skaftfells 2009 26. september Opnun á sýningu Ólafs Þórðarsonar. Vesturveggurinn. Opnun á sýningu á myndverkum úr steinum úr náttúru Íslands eftir Ingvald Röngnvaldsson. Bókabúðin – Verkefnarými. 10. október Opnun á kjallaraseríu Péturs Kristjánssonar. Bókabúðin – Verkefnarými. 7. nóvember Opnun á sýningu nemenda 7. – 10. bekkjar Seyðisfjarðarskóla. Skaftfell sýningarsalur. Opnun á sýningu Daníels Björnssonar, Heklu D. Jónsdóttur, Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur og Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Bókabúðin – Verkefnarými. Opnun á sýningu Hildar Yeoman. Vesturveggurinn. 28. nóvember Opnun á sýningu Garðars Eymundssonar, aðventusýning Skaftfells. Skaftfell sýningarsalur, Vesturveggurinn og Bókabúðin – verkefnarými. Rithöfundalestin – rithöfundar lesa úr verkum sínum.

Hönnunar og hugmyndasamkeppni fyrir börn

Hönnunar- og hugmyndasamkeppni Stefnt er að því að halda Barnalistahátíð í Reykjavík 2010. Hátíðin er hátíð barna og þeirra sem þykir vænt um börn. Hún er hátíð þar sem börn mæta listum, bæði sem þátttakendur og njótendur. Auglýst er eftir tillögum að nafni og ímyndarmerki fyrir hátíðina, hvort sem það er grafísk útfærsla á nafninu eða hugmynd að fígúru (dýri eða karakter) sem gæti verið tákn hátíðarinnar. Öll börn geta skilað inn tillögum. Skila skal hverri tillögu á sér blaði. Merkja skal hverja tillögu á bakhlið með nafni hugmyndasmiðs, bekk og skóla eða heimilisfangi og símanúmeri. Tillaga að merki skal […]

Read More