2011

Listamannaspjall #5

Mánudaginn 18. apríl kl. 17:00 munu listamennirnir Kate Woodcroft og Catherine Sagin, Henriikka Härkönen og Tom Backe Rasmussen opna sýningar á verkum sem þau hafa unnið í vinnustofum Skaftfells á undanförnum mánuðum. Kate Woodcroft, Catherine Sagin og Tom Backe Rasmussen munu einnig sýna myndir af verkum sýnum og segja fá vinnuaðferðum sínum. Um listamennina: Kate Woodcroft & Catherine Sagin Listamannahópurinn Catherin Sagin, stofnaður 2008, byggist á samvinnu listamannanna Kate Woodcroft og Catherine Sagin. Nafngiftin var ákvörðuð árið 2010 með skylminga gerningi þar sem listamennirnir tveir tókust á í tíu mínútur. Sigurvegarinn tryggði sér nafngift samvinnunnar næsta árið. Catherine sigraði 10-8. […]

Read More

ANNAN HVERN DAG, Á ÖÐRUM STAÐ

ANNAN HVERN DAG, Á ÖÐRUM STAÐ

Sýningin Annan hvern dag, á öðrum stað opnar í Skaftfelli á Seyðisfirði laugardaginn 26. febrúar kl. 16:00 Ár hvert flytja nokkrir myndlistarnemar við Listaháskóla Íslands listiðju sína um set og koma sér fyrir á Seyðisfirði. Þessa dagana stendur yfir tveggja vikna námskeið í samstarfi við Skaftfell, Dieter Roth Akademíuna og Tækniminjasafn Austurlands. Bærinn Seyðisfjörður hefur þá sérstöðu að vera sögulegur tengipunktur, úr alfaraleið en býr jafnframt yfir ríkulegri menningarsögu og er það fastheldið álit að bærinn sé fyrsta aðsetur menningar á Íslandi. Bærinn er því áhrifarík uppspretta hugmynda sem byggja á sögu, sjálfræði og staðsetningu en mörg verk sýningarinnar byggja einmitt á þessum […]

Read More