2014

RÓ RÓ

RÓ RÓ

Sumarsýning Skaftfells 2014 ber heitið RÓ RÓ. Þar er stefnt saman hópi myndlistamanna sem eiga það sameiginlegt að vera í virkum tengslum við Seyðisfjörð. Sumir búa á staðnum, aðrir eiga húsnæði þar eða koma reglulega í fjörðinn. Til sýnis eru ný eða nýleg verk sem flest eru unnin á svæðinu eða bera vísun í staðin. Sýningin er staðsett í sýningarsal Skaftfells, utandyra og í rýmum víðvegar um bæinn. Ýmsir viðburðir tengdir sýningunni eiga sér stað yfir sumarið. Titill sýningarinnar er vísun í þá kyrrð og það einfalda líf sem er listamönnum oft mikilvægt til að takast á við verk sín. […]

Read More

Secret Garden Verönd

Secret Garden Verönd

AFHJÚPUN OG ÚTGÁFUHÓF Í HÓLI FIMMTUDAGINN 28. ÁGÚST KL. 16:00 Staðbundin innsetning eftir sænsku listakonunna Suzönna Asp verður formlega afhjúpað í garðinum á Hóli gestavinnustofu, Vesturvegi 15, fimmtudaginn 28. ágúst kl. 16:00. Verkefnið SECRET GARDEN VERÖND hófst árið 2012 af frumkvæði Suzönnu Asp mynlistarkonu, í samstarfi við Skaftfell. Upphafsstaður verkefnisins var húsið Hóll og bakgarður þess. Grunnhugmyndin að baki verkinu byggir á hinsegin femínisma og kenningun síðnýlendutímans ásamt því að velta upp spurningum um tengsl texta, líkama og staðar. Hverjum er gefin staður, hvar er staður gefin og hvernig er hægt að umbreyta stað. Hóll var byggður snemma á 20. […]

Read More