Post Tagged with: "Frontiers of Solitude"

Frontiers of Solitude – Kynning listamanna og umræður

Frontiers of Solitude – Kynning listamanna og umræður

Um þessar mundir stendur yfir íslenski hluti alþjóðlega samstarfsverkefnisins Frontiers of Solitude. Hópur listamanna hefur ferðast um og kynnt sér ónýttar auðlindir sem búa yfir endurnýjanlegum orkugjafa, vatn, gufa og vindur. Einnig hafa þau skoðað áhrif sem vatnsfalls- og jarðvarmavirkjanir hafa á landslag og staðbundin örhagkerfi. Listamennirnir hittu sérfræðinga á öðrum sviðum og fengu að kynnast vistfræðilegum, pólitískum og félagshagfræðilegum hliðum á þeim stöðum sem voru heimsóttir, m.a. Skálanes, Húsey, Kárahnjúkastífla og Alcoa Fjarðaál. Listamennirnir eru Pavel Mrkus og Diana Winklerova frá Tékklandi, Greg Pope og Ivar Smedstad frá Noregi, Karlotta Blöndal og Finnur Arnar. Leiðangursstjóri er Julia Martin og […]

Read More

Fyrirlestur – Frontiers of Solitude

Fyrirlestur – Frontiers of Solitude

Sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson mun halda fyrirlestur í Herðubreið, í tengslum við alþjóðlega samstarfsverkefnið Frontiers of Solitude. Markús mun kynna íslenska listamenn og sýningar allt frá 1971 sem hverfast um sampil myndlistar og vistfræði, umhverfisvernd og sjálfbærni. Frontiers of Solitude er alþjóðlegt samstarfsverkefni milli listamanna og listastofnana í þremur Evrópulöndum;  Školská 28 (Tékklandi), Atelier Nord (Noregi) og Skaftfells. Verkefni tekur á yfirstandandi umbreytingu landslags og náin tengsl þess milli síðiðnaðarsamfélagsins og náttúru. Markmiðið er að búa til vettvang til að stuðla að samvinnu og skiptast á upplifun milli listamanna, vísindamanna og stofnana ásamt því að kanna og túlka nýlegar og langtíma umbreytingar landslags. Frontiers of […]

Read More