Post Tagged with: "Norræna menningargáttin"

Listamannaspjall #19

Listamannaspjall #19

Föstudaginn 07. nóvember kl. 14:00 í Skaftfell gestavinnustofu, Austurveg 42, 3. hæð           Gestalistamenn Skaftfells í nóvember Petter Lehto (SE),  Jukka Hautamäki og Minna Pöllänen (FI) fjalla um verk sín og viðfangsefni. Rætt verður um neysluvörur, rafeindatæki, hljóð, tengsl milli austur evrópsku rappsenunar og sænsks handverks, vöruvædd og hefðbundin umhverfi, ásamt fleiru…   Petter Lehto:  http://petterlehto.com/ Jukka Hautamäki:  http://www.mediataide.com/ Minna Pöllänen: http://www.minnapollanen.com/

Húfur frá New Yok

Húfur frá New Yok

Vetrarhúfur gerðar með hefðbundnum aðferðum. Opnun laugardaginn 22. nóvember kl. 16:00. Opið daglega til 29. nóvember kl. 14:00-18:00. Hönnunarfyrirtækið New Yok hefur tímabundið flutt starfsemi sína í Bókabúðina-verkefnarými í hjarta Seyðisfjarðar. Þar eru framleiddar handgerðar húfur úr ull af Seyðfirsku sauðfé beint úr nærliggjandi fjallahaga. Hægt er að fylgjast með ströngu vinnuferlinu, umbreytingu á hráu og kornóttu reyfi verkað í silkimjúkt garn og tilurð hinnar klassísku New Yok götustíls húfu. Sýningin leiðir gesti í gegnum framleiðsluferlið og gefur einstæða yfirsýn í vefnaðartækni. Við þetta tækifæri mun listamaðurinn, Petter Letho, einnig sýna nýtt listaverk “Research and Reflection: the best of, so far“.  […]

Read More