Post Tagged with: "Norræna menningargáttin"

Släden + Ljósaskipti

Släden + Ljósaskipti

Laugardaginn 12. október 14:00 – sólsetur Släden Laugardaginn 12. október kl.14:00-17:00 mun sænski listamaðurinn Björn Olsson setja upp og sýna sleða og braut sem hann hannaði og smíðaði fyrir ljósmyndavél árið 2012. Hægt er að setja brautina saman á mismunandi hátt og þannig mögulegt að aðlaga hana að mismunandi hlutum og landslagi. Myndavélinni er komið fyrir á sleða sem hreyfist á brautinni og innbyggð tölva stjórnar hraða myndavélarinnar. „Með þessu tæki reyni ég að nálgast landslagið undir formerkjum kvikmyndaformsins og málverksins“ Björn Olsson um „Sleðann“ á www.bjornolsson.info Verkefnið er unnið með stuðningi frá norrænu menningargáttinni KKNord. Ljósaskipti Útvarpsgjörningur fluttur í beinni útsendingu […]

Read More

Listamannaspjall #14

Listamannaspjall #14

Um þessar mundir dvelja fimm listamenn í gestavinnustofum Skaftfells: Anna Friz frá Kanada, Åse Eg frá Danmörku, Björn Olsson, Helena Wikström og Gerd Aurell frá Svíþjóð. Hægt verður að kynna sér viðfangsefni og verk þeirra á listamannaspjalli föstudaginn, 20. sept, kl. 13:00 í Bókabúðinni-verkefnarými. Spjallið fer fram á ensku og verða léttar veitingar í boði.