Post Tagged with: "Tvísöngur"

Gjörningur og tónleikar

Gjörningur og tónleikar

Danski listahópurinn A Kassen, gestalistamenn Skaftfells, og raftónlistarmaðurinn Auxpan halda sameiginlegan viðburð laugardaginn 6. júlí kl. 17:00 við Tvísöng. A Kassen sýna gjörning og Auxpan flytur eigin tónlist samfara. Léttar veitingar fyrir börn og fullorðna í boði Skaftfells. Það verður kolagrill á staðnum og öllum velkomið að koma með eigin mat.   Tvísöngur er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Verkið er staðsett í Þófunum ofan við Seyðisfjarðarkaupstað, sjá nánar hér.

TVÍSÖNGUR

TVÍSÖNGUR

Miðvikudaginn 5. september 2012 verður útilistaverkið Tvísöngur opnað almenningi í Þófunum ofan við Seyðisfjarðarkaupstað. Verkið er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Byggingarefni Tvísöngs er járnbundin steinsteypa. Það samanstendur af fimm sambyggðum hvelfingum af mismunandi stærðum. Hæð hvelfinganna er tveir til fjórir metrar og flatarmál verksins er rúmir 30 m2. Hver hvelfing fyrir sig hefur eigin tíðni sem samsvarar einum tóni í fimmundarsöng og virkar sem magnari fyrir þann tón. Tvísöngur virkar þannig sem náttúruleg umgjörð fyrir íslensku tvísöngshefðina og er bæði sjónræn og hljóðræn útfærsla á henni. Tvísöngur er öllum opinn. Verkinu var valinn staður á sléttum bala á kyrrlátum stað í fjallshlíðinni með útsýni […]

Read More