Námskeið og smiðjur fyrir börn og ungmenni

Keramik smiðjur fyrir krakka og ungmenni

Keramik smiðjur fyrir krakka og ungmenni

Skaftfell býður krökkum og ungmennum upp á keramik smiðjur helgina 19.-20. nóvember í stúdíói Heima, Austurvegi 15, Seyðisfirði (gengið inn að framan). Leiðbeinandi er Rikke Høgenhof. Laugardaginn 19. nóvember kl. 12-16 Skrímslasmiðja fyrir 5-10 ára Skrímsli verða mótuð úr steinleir og máluð. Foreldrar eru velkomnir með. Listaverkin verða svo brennd af Rikke í vikunni og hægt verður að sækja þau í Heima laugardaginn 26. nóvember milli 14-15 þar sem haldin verður sýning á öllum verkunum. Sunnudaginn 20. nóvember kl. 12-16 Ljós og skuggar smiðja fyrir 11-15 ára Ljós og skuggar koma í ljós við gerð kertastjaka. Notast verður við handmótunaraðferðina […]

Read More

Halló, heyrið þið í okkur?!  Listasmiðja um loftslagsaðgerðir fyrir ungt fólk

Halló, heyrið þið í okkur?! Listasmiðja um loftslagsaðgerðir fyrir ungt fólk

Laugardaginn 22. október fer fram vinnusmiðja fyrir krakka 8 ára og eldri í Skaftfelli. Smiðjan hefst kl. 10:00 á þriðju hæð Skaftfells og lýkur klukkan 14:00 á sama stað. Á einhverjum tímapunkti verður farið í gönguferð um bæinn. Boðið verður upp á hádegismat um miðjan dag. Þátttaka í námskeiðinu er gjaldfrjáls. Skráning á [email protected] Í þessari skapandi vinnusmiðju sem er þróuð og leidd af Önnu Margréti Ólafsdóttur og Signýju Jónsdóttur munum við kanna loftslagsmálin í samhengi við nútímann en einnig horfa til framtíðar. Hvað vitum við? Hvað viljum við vita? Er hlustað á áhyggjur okkar? Hvernig mætum við komandi breytingum […]

Read More