Fræðsla

/www/wp content/uploads/2018/08/rafael vazques toledo peque skaftfell 10

Ný barnamenningarhátíð – BRAS

Haldin verður barnamenningarhátíð í fyrsta skipti á Austurlandi núna í september. Hátíðin hefur fengið nafnið BRAS og mun fara fram í menningarmiðstöðvunum á Austurlandi. Samband sveitarfélaga á Austurlandi ákvað að leggja fjármagn í barnamenningarhátíð í gegnum fjármagn frá Sóknaráætlun Austurlands. Austurbrú hefur umsjón með verkefninu í samstarfi við Skólaskrifstofu Austurlands og menningarmiðstöðvarnar á Austurlandi; Skaftfell, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs/Sláturhúsið og Tónlistamiðstöð Austurlands. Mikil áhersla hefur verið á auka listir og menningu fyrir börn síðustu ár. Í kjölfar menningarstefnu ríkisins hefur m.a. orðið til verkefnið List fyrir alla.  Barnamenningarhátíð er haldin árlega í Reykjavík með miklum ágætum og fleiri sveitarfélög hafa fylgt í […]

Read More

/www/wp content/uploads/2018/05/sumar 2017 p1020059 72

Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára

Skaftfell býður upp á skapandi sumarnámskeið í júní og ágúst.  18.-29. júní fyrir börn fædd 2008-2011 Námskeiðsgjald: 13.000 (20% systkinaafsláttur) 13.-17. ágúst fyrir börn fædd 2008-2012 Námskeiðsgjald: 6.500 (20% systkinaafsláttur) Um er að ræða námskeið með áherslu á listsköpun, útiveru og leiki. Ýmist fer námskeiðið fram innanhúss eða utan, allt eftir veðri og stemmningu. Meðal annars verður farið í stutta göngutúra með það í huga að skoða náttúruna frá ólíkum sjónarhornum; t.a.m. út frá náttúruvísindum, umhverfisvernd og sköpun. Einnig verður farið í alls kyns leiki sem örvar ímyndunarafl og færni barnanna við að skapa t.d. teikna, móta og prenta.   […]

Read More