2017

/www/wp content/uploads/2017/02/pm finalevent img 2215

Bókverk úr Printing Matter

Síðustu tvær vikur hefur fyrsta þematengda gestavinnustofa Skaftfells farið fram undir heitinu Printing Matter. Áhersla var lögð á prentmiðilinn og gerð bókverka fyrir starfandi listamenn með það að leiðarljósi að búa til vettvang fyrir þekkingarskipti, samtal og samstarf milli listamanna úr ýmsum listgreinum. Danska listakonan og hönnuðurinn Åse Eg Jørgensen leiddi vinnuferlið ásamt Litten Nyström. Þátttakendur voru níu talsins og koma frá ýmsum löndum. Tækniminjasafn Austurlands hýsti gestavinnustofuna og fengu listamennirnir aðgang að vinnusvæði og prentverkstæði safnsins. Vinnuferlið er nú komið að leiðarlokum og afrakstur þess verður til sýnis á opinni vinnustofu og sýningu á 2. hæð Tækniminjasafnsins miðvikudaginn 15. […]

Read More

/www/wp content/uploads/2017/01/lhi koma 860

Koma

Sýning með verkefum eftir nemendur Listaháskóla Íslands sem tóku þátt í árlega námskeiðinu, Vinnustofan Seyðisfjörður. Sýningarstjórar: Björn Roth og Kristján Steingrímur. Við komum á Seyðisfjörð eina helgi en við erum ennþá komandi viku seinna. Lendingin er löng en ekki ströng. Við erum aðkomandi, framkomandi í snjókomandi bæ. Dvölin er ljúf en við erum ekkert nema tímabundnir komumenn og konumenn með hálsmen og zen: Komið, verið velkomin á Komuna okkar. Koma stendur til 2. apríl. Opið virka daga frá kl. 15:00-21:00 og um helgar frá 14:00-21:00.