2010

Birgir Andrésson, Tumi Magnússon og Roman Signer

Birgir Andrésson, Tumi Magnússon og Roman Signer

Svissneski listamaðurinn Roman Signer hefur á undanförnum árum tengst Íslandi með ýmsum hætti, bæði sýnt verk sín hér á landi en einnig unnið með íslenskum listamönnum. Þar á meðal eru þeir Tumi Magnússon, sem nú býr og starfar í Danmörku og á Seyðisfirði og Birgir Andrésson, en hann lést fyrir aldur fram árið 2007. Tumi Magnússon og Roman Signer sýna meðal annars ný verk sem þeir hafa unnið sérstaklega fyrir Skaftfell, en sýnd verða textaverk eftir Birgi Andrésson. Inn og út um gluggann (In and out of the limits) Það hlýtur að teljast til veislu að sjá Birgi Andrésson, Roman […]

Read More

Geiri – ljósmyndir

Geiri – ljósmyndir

Á Vesturveggnum mun fara í gang sýning á ljósmyndum eftir alþýðulistamanninn Ásgeir Emilsson. Sýningin Geiri, líf og list Ásgeirs Emilssonar hefur nú staðið yfir í aðalsal Skaftfells í rúman mánuð. Nú mun Vesturveggurinn verða tileinkaður ljósmyndaranum Geira, en Geiri tók gríðarlegt magn af ljósmyndum um æfina. Þær bera hans sérstaka sjónarhorni glöggt vitni og minna gjarnan á  stolin augnablik fremur en uppstillingar. Sýningunni lýkur um leið og sýningunni í aðalsal, 30. júní.