Post Tagged with: "Herðubreið"

Myndbandsverk úr Raunverulegt líf

Myndbandsverk úr Raunverulegt líf

Herðubreið – bíósalur Í tengslum við sýninguna Raunverulegt líf sem stendur yfir í sýningarsal Skaftfells verða sýnd tvö myndbandsverk laugardaginn 20. júní kl. 20:00 í Herðubreið, bíósal. My Dreams Are Still About Flying (2012) eftir Cecilia Nygren (SWE) æ ofaní æ (2014) eftir Ragnheiði Gestsdóttur & Markús Þór Andrésson. Myndbandverk Ceciliu Nygren frá árinu 2012, My Dreams Are Still About Flying fjallar um Walter Steiner, söguhetjuna í heimildamynd Werner Herzogs The Great Ecstasy of Woodcarver Steiner (frá 1974). Steiner var skíðastökvari á heimsmælikvarða og hafði að áhugamáli útskurð í tré.Í mynd Nygren hittum við Steiner fyrir í norður Svíþjóð þar sem hann vinnur sem húsvörður í kirkju og […]

Read More

Breaking the frame

Breaking the frame

Sem hluti af Sequences VII mun Skaftfell sýna nýju heimildarmyndina Breaking the frame um heiðurslistamann hátíðarinnar Carolee Schneemann (1939). Schneemann er ein af framsæknustu myndlistarmönnum samtímans og í hópi þeirra listamanna sem umbreyttu skilningi samfélagsins á myndlist. Hún er einna þekktust fyrir feminíska gjörninga sína en í þeim tekst hún á við boð og bönn samfélagsins gagnvart líkamanum, kynhneigð og birtingu kynjanna. Hún hefur brotið upp formið í listheiminum í yfir 50 ár. Myndin verður sýnd í Herðubreið, aðgangseyrir er 1.000 kr. Lengd: 100 min Leikstjórn: Marielle Nitoslawska