Post Tagged with: "Vesturveggur"

Listamannaspjall #2 og opnun sýninga í­ Skaftfelli

Föstudaginn 8. október kl. 17:00 verður haldið listamannaspjall í aðalsal Skaftfells þar sem gestalistamenn Skaftfells og Skriðuklausturs fjalla um verk sín og vinnuaðferðir í máli og myndum. Jafnframt opna tvær nýjar sýningar, á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells og í Bókabúðinni – verkefnarými. Listamannaspjallið er öllum opið og fer fram á ensku. Pappies Ute Kledt 08.10.10 – 07.11.10 Vesturveggurinn Beyond the walls Lina Jaros 08.10.10 – 07.11.10 Bókabúðin – verkefnarými Ute Kledt, f. 1963 í Þýskalandi býr og starfar í Konstanz, Þýskalandi. Hún lærði hönnun við háskólann í Konstanz og hefur frá árinu 1994 unnið sem hönnuður, málari og ljósmyndari. Hún […]

Read More

Færi

Færi

15.07.10 – 10.08.10 Vesturveggurinn Á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells sýna Kristín Rúnarsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir. Kristín og Þorgerður eru gestalistamenn í Skaftfelli í júlí mánuði. Þær hafa báðar unnið að margvíslegum verkefnum hér heima og á Norðurlöndunum undanfarið ár, m.a. í tengslum við gallerí Crymo í Reykjavík. Vikurnar á undan dvöldu þær á Stöðvarfirði þar sem þær settu upp listahátíðina ÆRING ásamt öðrum ungum myndlistarmönnum frá Reykjavík, Brussel og Malmö. Þær stöllur útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2009.