Home » Fræðsluverkefni fyrir grunnskóla

Fræðsluverkefni fyrir grunnskóla

Skaftfell hóf árið 2007 markvisst fræðslustarf sniðið að þörfum grunnskólanna á Austurlandi. Skaftfell hefur boðið upp átta verkefni sem fjalla um myndlist með einum eða öðrum hætti og eru til þess fallin að auðga listgreinakennslu í fjórðungnum.

2016-2017

Farandlistsmiðjan, Munnleg geymd og kortlagning minninga,  fór fram í október 2016 undir leiðsögn Ragnheiðar Maísól Sturludóttur. Í verkefninu var hugtakið munnleg geymd krufið af nemendum og í kjölfarið skoðað hvað gerist þegar munnleg geymd er skrásett, annars vegar sem hljóðupptaka og hins vegar á sjónrænan máta. Nánar um verkefnið.


2015-2016

Skynjunarstofa_2015Skynjunarstofa um liti og form er farandlistsmiðja hönnuð og stýrð af myndlistarkonunni Karlottu Blöndal. Verkefnið gaf nemendum innsýn í myndlist Eyglóar Guðmundsdóttur og Eyborgar Harðardóttur og veitt þeim kynningu á aðferðum við að rannsaka eiginleika lita og forma. Nánar um verkefnið.

 


 2014-2015

stafrænt_handverk_litirStafrænt handverk er verkefni hannað fyrir 5. -7. bekk og leggur áherslu á sköpun, endurvakningu gamals handverks og sjálfbærni.  Nemendur læra að búa til eigin litarefni og málningu úr hráefnum sem hægt er að finna í nærumhverfi. Nánar um verkefnið.


 2013-2014

HallormsstaðarskóliFræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2013-2014 fyrir grunnskólanema Austurlands fjallar um mynd- og tungumál Dieters Roth. Skaftfell bauð nemendum í 5.-7. bekk í leiðsögn um sýninguna „Hnallþóra í sólinni“ sem hafði að geyma grafík- og bókverk eftir svissneska listamanninn Dieter Roth. Í kjölfarið tóku nemendur þátt í listsmiðju auk þess sem Tækniminjasafn Austurlands bauð þeim að skoða prentvélar í umsjón safnsins. Nánar um verkefnið.


2010-2011

LHI_11_bodskortFrontÁ skólaárinu 2010 – 2011 var boðið upp á sýningarleiðsögn og verkefni um sýninguna Annan hvern dag, á öðrum stað. Sýning er lokaafrakstur af árlegu námskeiði sem hefur verið haldið í Skaftfelli frá 2001, á vegum Listaháskóla Íslands, Dieter Roth Akademíunnar og Tækniminjasafnsins. Nánar um sýninguna.


2009-2010

Skaftfell_snc14051Farandnámskeiðið Hugmyndavinna og endurvinnsla í myndlist og sköpun var sett á laggirnar á skólaárinu 2009 – 2010. Markmið námskeiðsins var að læra einfaldar aðferðir til að nálgast hugmyndir og nýta þær við umbreytingu hversdagslegs efniviðs í eitthvað allt annað. Tveir leiðbeinendur fóru 13 skóla og alls tóku 130 nemendur þátt í námskeiðinu í 7.-10. bekk. Hér er hægt að skoða ljósmyndir eru frá Eskifirði.


2008-2009

fraedakistlill_lokadur 001Á skólaárinu 2008 – 2009 var Fræðakistillinn unninn í samstarfi við Tækniminjasafn Austurlands. Verkefnið gekk út að skoða sambandið milli lista og vísinda á örvandi hátt. Kistillinn fór í alla grunnskólanna á Austurlandi og fékk mjög góðar viðtökur. Nánar um Fræðakistilinn.

 


2007-2008

Isl.Myndl._07Fyrsta fræðsluverkefnið Skaftfells, árið 2007, var unnið í samstarfi við Listasafn Íslands. Sett var upp sýningin Íslensk myndlist: hundrað ár í hnotskurn í aðalsýningarsal Skaftfells og um 300 nemendum úr fjórðungum boðið á stutt námskeið í tengslum við sýninguna. Markmiðið var að auka þekkingu nemendanna á þróun myndlistar og bæta myndlæsi þeirra, einkum og sér í lagi á samtímalist. Nánar um sýninguna.