Articles by: Hanna Christel

Safnarar – Vorsýning Skaftfells 2019

Með vorsýningu Skaftfells 2019, Safnarar, er hugmyndin að fá að láni alls kyns söfn frá íbúum Seyðisfjarðar og nærliggjandi svæðum og sýna þau í sýningarsalnum. Allt frá eldspýtustokkum og frímerkjum yfir í ryksugu- eða ritvélasafn. Allt kemur til greina og allir, börn sem fullorðnir, geta verið með. Markmiðið með sýningunni er að gera tilraun til að sýna þverskurð af nærsamfélaginu og skoða að hverju áhugi okkar og sérviska beinist. Vonast er til að söfnin verði eins fjölbreytt og kostur er. Söfnunin stendur yfir á næstu vikum og vonumst við eftir að vera komin með flest söfn í hús um 18. mars. […]

Read More

/www/wp content/uploads/2018/12/rithofundar2018 nota

Rithöfundalest(ur) 2018

Að venju mun Rithöfundalestin ferðast um Austurland og að þessu sinni mun hún hefja ferðalagið á Seyðisfirði fimmtudaginn 6. desember kl. 20:00 í Herðubreið. Rithöfundarnir sem fram koma eru Einar Kárason, Gerður Kristný, Kristborg Bóel, Steinunn Ásmundsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Benný Sif Ísleifsdóttir og Hafsteinn Hafsteinsson ásamt nokkrum þátttakendum úr Skapandi skrifum hópnum undir leiðsögn Nönnu Vibe Spejlborg Juelsbo. Aðgangseyrir 1000 kr. en 500 kr. fyrir börn og eldri borgara. Posi á staðnum. Að rithöfundalestinni standa Menningarmálanefnd Vopnafjarðar, Gunnarsstofnun, Skaftfell menningarmiðstöð og UMF Egill Rauði. Eins og áður sagði hefst lestinn á Seyðisfirði í Herðubreið kl. 20:00, föstudagskvöldið 6. des. […]

Read More