Articles by: Tinna

/www/wp content/uploads/2016/06/rs7

Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur

Rúllandi snjóbolti er alþjóðleg listasýning með verkum samtímalistamanna. Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur leiðir saman listamenn sem vinna með hina ýmsu miðla við listsköpun sína s.s. teikningar, ljósmyndir, málverk, skúlptúra og myndskeið. Sýningin er samstarfsverkefni Kínverks-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar (CEAC) í Xiamen í Kína, Djúpavogshrepps og einnig, í sumar, Rijksakademie í Amsterdam. Á Rúllandi snjóbolta/7 verða sýnd verk eftirfarandi 32 listmanna: Íslenskir listamenn Berglind Ágústsdóttir / Dagrún Aðalsteinsdóttir / Ragnar Kjartansson /Sigurður Guðmundsson / Magnús Pálsson / Arna Óttarsdóttir / Hreinn Friðfinnsson / Kristján Guðmundsson / Þór Vigfússon / Hrafnkell Sigurðsson / Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar / Árni Páll Jóhannsson / Ragna Róbertsdóttir / Rúrí / Rúna Þorkelsdóttir / Hekla Dögg / […]

Read More

/www/wp content/uploads/2016/06/aevintyri 2 2016

Ævintýri og sköpun

Vikuna 11. – 15. júlí, kl. 09-12, verður boðið upp á sumarnámskeiðið Ævintýri og sköpun fyrir börn á aldrinum 6-10 ára. Á námskeiðinu munu börnin m.a. fara í leiðangur um nágrennið og finna hluti í umhverfinu eða náttúrinni sem kveikja á ímyndunaraflinu og vinna út frá þeim og umbreyta í eitthvað allt annað. Útkoman verður eins konar saga í einhverju formi eða sjálfstætt verk. Leiðbeinandi verður Linda Loeskow hönnuður og ævintýramanneskja. Námskeiðið kostar 5000.- kr og er allt efni innifalið. Skráning fer fram á: [email protected]