Liðnar sýningar og viðburðir

/www/wp content/uploads/2018/01/lhi dra 2018 860

Allar leiðir slæmar

Sýningin Allar leiðir slæmar er afrakstur námskeiðs sem útskriftarnemar við Listaháskóla Íslands, myndlistardeild, sækja um þessar mundir. Námskeiðið, sem stendur í tvær vikur, er í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna og stýrt af Birni Roth og Kristjáni Steingrími Jónssyni. Þau komu í fallegu veðri en áður en langt um leið skall óveður á. Allar leiðir út úr firðinum voru lokaðar. Sum þeirra neyddust til að leita á náðir bæjarbúa sem af góðmennsku sinni lánuðu þeim betri föt. Það verður áhugavert að sjá hvort þessar óvenjulegu aðstæður munu hafa áhrif á viðfangsefni sýningarinnar Allar leiðir slæmar. Í samstarf við: Dieter Roth Akademían, […]

Read More

/www/wp content/uploads/2017/11/munur web 2017

Munur

Sýningarstjóri Bjarki Bragason. Verk þeirra Claudiu Hausfeld, Sindra Leifssonar, Evu Ísleifsdóttur og Elísabetar Brynhildardóttur sem birtast á sýningunni Munur / The thing is takast á við spurningar um heim hlutanna á einn eða annan hátt. Listamennirnir hafa átt í samtali í vinnustofum hvers annars undanfarið ár en í ágúst 2017 stýrði Bjarki sýningu með fjórmenningunum í sýningarrýminu ca. 1715, sem hann rekur í og í kringum síð-barrokk skáp á heimili sínu. Þar settu listamennirnir fram skissur og undirbúning fyrir sýninguna, opnuðu þannig vinnuferli sitt og samtal þegar í miðja var komið í verkefninu. Titill sýningarinnar, Munur / The thing is vísar […]

Read More