Liðnar sýningar og viðburðir

/www/wp content/uploads/2018/03/foss on site web image 72

Á staðnum

FOSS kynnir fjórar nýlegar útgáfur undir yfirskriftinni „Á staðnum“ í sýningarsal Skaftfells. Útgáfurnar búa yfir mikilli breidd listrænnar tjáningar og með ýmsu sniði en eru allar þróaðar undir áhrifum “yfirskilvitlegra” kringumstæðna: náttúrulegum fyrirbærum, forgengilegum aðstæðum, sögulegum viðburðum og félagslegum þáttum. Seyðfirska útgáfan FOSS, stofnað 2016 af Litten Nyström og Linus Lohmann, einblínir á fjölfeldi, prentuð og ekki prentuð, í takmörkuðu upplagi eftir alþjóðlega listamenn. Fyrsta útgáfan af þremur í seríunni “Seyðfirsk fjölfeldi” ber titilinn Sunnudagur, 29. september 1912 og er gefin út í samstarfi við Widowed Swan. Verkið er samstarf milli norska listamannsins Arild Tveito og skoska rithöfundarins, sýningarstjórans og eiganda Widowed […]

Read More

Opin vinnustofa hjá Eliso Tsintsabadze og Pavel Filkov

Opin vinnustofa hjá Eliso Tsintsabadze og Pavel Filkov

Georgíska listakonan Eliso Tsintsabadze og rússneski listamaðurinn Pavel Filkov eru gestalistamenn Skaftfells í mars og apríl. Laugardaginn 14. apríl opna þau vinnustofu sína, á 3. hæð í Skaftfelli, fyrir gestum og gangandi. Með ljósmyndatækninni kanna Eliso og Pavel tengsl mannsins við umhverfi sitt, auk þess að miðill sjálfur er ígrundaður og hina sterku löngun að skrásetja umhverfi sitt. Um þessar mundir vinna þau saman að verki um skógrækt á Íslandi og eru að þróa sjónræna framsetningu á einföldu landslagi sem er ríkulegt að trjágróðri. Á opnu vinnustofunni verða einnig til sýnis önnur verk í vinnslu, ásamt úrvali af analog ljósmynda aðferðum […]

Read More