Post Tagged with: "Gestalistamaður"

Marta María Jónsdóttir

Marta María Jónsdóttir

Marta María lærði við málaradeild Listaháskóla Íslands og lauk MA Fine Art við Goldsmiths College í London árið 2000. Einnig hefur hún numið teiknimynda- og hreyfimyndagerð sem hún notar líka í sinni myndlist. Sem dæmi sýndi hún nýlega hreyfimynda-altaristöflu í samstarfi við Arnald Mána Finnsson, á sýningunni Orð Guðs á Listasafni Akureyrar. Hún myndskreytti og hannaði á síðast ári ljóðabók Sigurbjargar Þrastardóttur, To bleed straight. Marta sýndi nýlega málverk og teikningar í Gallerí Ágúst. Málverk hennar eru samsett, lagskipt og tákna hvert sinn heim. Verkin eru á mörkum þess að vera teikningar og málverk. Flest eru þau óhlutbundin og oft […]

Read More

Senur fengnar að láni

Senur fengnar að láni

Elodie og Sjoerd eru Seyðfirðingum að góðu kunn en þau hafa búið á Seyðisfirði síðan um áramót ásamt börnum sínum Ástu Sólilju og Nonna. Elodie Hiryczuk (fædd 1977 í Frakklandi) lærði myndlist í Amsterdam, en Sjoerd van Oevelen (fæddur 1974 í Hollandi) lærði arkitektúr í Amsterdam og London. Árið 2000 tóku Hiryczuk og van Oevelen upp samstarf við innsetningar sem fólu í sér hvorttveggja, viðfangsefni úr byggingarlist og hlutfallslega rétt líkön af landslagi. Upp úr því varð til ,,Landfall” (landsýn), ljósmynda-endurgerð af Surtsey í raunstærð, sem var komið fyrir í almenningsrými í Zuidas-hverfinu í Amsterdam.  Undanfarin ár hafa þau fengist […]

Read More