Post Tagged with: "Gestalistamaður"

FURÐUDÝRAFRÆÐISAFN HR. & FR. REES

FURÐUDÝRAFRÆÐISAFN HR. & FR. REES

Aðalsýningasalur 04 okt 2008 – 26 okt 2008 Innblástur Marinu Rees, að tileinka sér lífræn efni og fyrirbæri, á rætur sínar að rekja til útstillinga safna á sýnishornum og hlutum. Hún vitnar í þjóðsagnaarfleifð á súrrealískan hátt í framsetningu sinni á hlutum, sem eru ýmist raunverulegir safnmunir, fundnir á förnum vegi eða skapaðir til að passa inn í heildina. Sam Rees hefur mikinn áhuga á hverfulleika ,,kitschins“; fáránlegum minjagripum og klisjukenndri (banal) markaðssetningu/sölumennsku. Til að fullkomna ,,safnið“ mun hann setja upp safnverslun þar sem hann hyggst selja sína eigin furðulegu framleiðslu, undir áhrifum rannsókna og sköpunarverka konu sinnar. Minnjasafn Austurlands […]

Read More

BRÚ Í POKA/BRIDGE IN A BAG

BRÚ Í POKA/BRIDGE IN A BAG

15 feb 2007 – 18 mar 2007 Vesturveggur Bjarki Bragson dvaldi í febrúar í listamannaíbúð Skaftfells, og verkefnið um brúnna er unnið á Austurlandi. Bílaleiga Akureyrar styrkti gerð verkefnisins. Verkið á Vesturveggnum er vídeó-innsetning og teikningar, en megininntakið eru tvær brýr, brúargólf í Bónuspoka, og þær merkingar sem settar eru á dauða hluti. Bjarki útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2006 og var einnig við nám í Universitat der Kunste í Berlín árið 2005. Í sumar mun hann ásamt 14 norrænum myndlistarmönnum standa að sýningunni “Miðbaugur og Kringla: Leisure, Administration and Control” sem á sér stað í Kringlunni og miðbænum samtímis. […]

Read More