Post Tagged with: "Gestavinnustofur"

Aðsókn í gestavinnustofur 2015

Tæplega 180 umsóknir bárust fyrir dvöl í gestavinnustofum Skaftfells á næsta ári en umsóknarfresturinn rann út 1. september. Sérstök valnefnd fer yfir umsóknirnar og niðurstöður liggja fyrir á næstu vikum. Á undanförnum árum hafa yfir tuttugu alþjóðlegir listamenn dvalið árleg, alls þrír listamenn í senn sem dvelja í einn mánuð eða lengur. Tilgangur starfseminnar er að styðja við sköpunarferli listamanna og veita þeim rými og tíma til að vinna að eigin listsköpun. Listamennirnir stýra sjálfir ferlinu og á meðan á dvöl þeirra stendur býðst þeim stuðningur og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells. Gestalistamenn Skaftfells eru brú stofnunarinnar við alþjóðlega listheiminn og […]

Read More

Málþing um uppbyggingu gestaíbúðar fyrir lista- og fræðimenn á Austurlandi

Málþing um uppbyggingu gestaíbúðar fyrir lista- og fræðimenn á Austurlandi

Miðvikudaginn 13. mars verður haldið málþing um uppbyggingu gestaíbúða fyrir lista- og fræðimenn á Austurlandi. Fyrirlesarar hafa þekkingu á slíkri uppbyggingu til margra ára. Margir velta fyrir sér þeim möguleika að búa til slíka þjónustu í sínu sveitarfélagi/svæði. Mikilvægt er að þekkja hindranir og tækifæri áður en lagt er af stað. Vona að sem flestir gefi sé tíma til að mæta og taka þátt í umræðunni. Staðsetning er Vonarland, húsnæði Austurbrúar á Egilsstöðum.