Post Tagged with: "Skaftfell – 3. hæð."

/www/wp content/uploads/2016/04/djupivogur 840

Örlistanámskeið fyrir börn

Föstudaginn 21. október mun gestalistamaður Skaftfells, bandaríska listakonan Morgan Kinne, halda örlistanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára þeim að kostnaðarlausu. Allir eru velkomnir að taka þátt meðan pláss leyfir. Hanna Christel, fræðslufulltrúi Skaftfells, verður Morgan til halds og trausts og mun aðstoða við að yfirfæra fyrirmælin á íslenska tungu. Námskeiðið fer fram á 3. hæð Skaftfells kl. 13:00-15:00. Þátttakendur eru beðnir um að mæta í fötum sem mega subbast út.

Listamannaspjall #24

Listamannaspjall #24

Gestalistamennirnir Cristina David, Robertas Narkus og Victoria Brännström kynna verk sín og starfsferil á listamannaspjalli. Bæði Cristina og Robertas dvelja í Skaftfelli í tengslum við alþjóðleg samstarfsverkefni, Cristina tekur þátt í Artists as Agents of Institutional Exchange og Robertas tekur þátt í Climbing Invisible Structures. Victoria dvelur í september-október í boði Norrænu menningargáttirnar. Um næstu helgi opnar hún sýninguna Hérna, í Bókabúðinni-verkefnarými, sem hluti af Haustroða. Viðburðurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Nánar um listamennina Cristina David is a contemporary artist based in Bucharest. Cristina studied at the Faculty of Mathematics and at the National Art University of Bucharest, in Romania. […]

Read More