Liðnar sýningar og viðburðir

Jessica Auer & Zuhaitz Akizu – Kujira (Hvítur Hvalur)

Jessica Auer & Zuhaitz Akizu – Kujira (Hvítur Hvalur)

Ný verk eftir Jessicu Auer og Zuhaitz Akizu á gallerí Vesturvegg í Bistrói Skaftfells. Verið velkomin á opnun 17. júní kl. 17:00-19:00. Sýningin stendur til 25. október, 2019. Fyrir um 400 árum teiknaði fræðimaðurinn og skáldið, Jón lærði Guðmundsson (1574-1651), 20 mynda teikniseríu af hvölum sem finna mátti í kringum Ísland. Enn er það mönnum ráðgáta hvernig honum tókst að aðgreina hvern hval fyrir sig en hægt er að ímynda sér að hann hafi náð að afla sér þekkingar í tengslum við hvalveiðar sem áttu sér hér stað á þessum tíma.   Innblásin af skissum Jóns lærða og kveikjuna á bakvið […]

Read More

Dieter Roth Húsin á Seyðisfirði, vetur 1988 – sumar 1995

Dieter Roth Húsin á Seyðisfirði, vetur 1988 – sumar 1995

17.06 – 01.09.2019Angró, Hafnargata, Seyðisfjörður Svissneski listamaðurinn Dieter Roth (1930-1998) á sér langa sögu á Seyðisfirði, enda bjó hann tíðum og vann í bænum mörg síðustu æviár sín.Sýningin nú er enduruppsetning á verkinu Húsin a Seyðisfirði vetur 1988 – sumar 1995 í bryggjuhúsinu Angró þar sem verkið var upphaflega sýnt árið 1995. Verkið samanstendur af rúmlega 800 skyggnumyndum sem sýna hvert hús á Seyðisfirði fyrir sig; annars vegar um veturinn 1988 og hins vegar um sumarið 1995. Björn Roth og Eggert Einarsson aðstoðuðu Dieter við gerð verksins. Dieter Roth og Björn Roth færðu síðan bæjarbúum Seyðisfjarðar verkið til eignar og […]

Read More