Liðnar sýningar og viðburðir

/www/wp content/uploads/2019/04/alessa

Alessa Brossmer – Glow In The Dark

Þýska listakonan Alessa Brossmer er gestalistakona Skaftfells í apríl og maí. Þriðjudaginn 16. apríl kl. 21:00-23:00 opnar hún húsið og vinnustofu sín, í Nielsenhús (Hafnargata 14). Verkið GlowInTheDark verður til sýnis og eru allir velkomnir. Í boði verða heitir drykkir til að bræða burt veturinn og samtöl.  Verkið GlowInTheDark verður sýnt í húsi sem var einu sinni í eigu sjómanns. Í stofunni má finna skínandi lífljóma (e. bioluminescence) sem er náttúrulegt fyrirbæri þar sem örverur og þörungar gefa frá sér ljós í myrkri. Þessar agnarsmáu lífverur kunna best að meta hornin í rýminu hvort sem það er uppi við loft eða […]

Read More

/www/wp content/uploads/2019/04/safnarar03

Safnarar / 06. apríl – 02. júni 2019

Sýningarsalur Skaftfells, 7. apríl – 2. júní, 2019 Sýning á undursamlega óvenjulegum og fjölbreyttum söfnum fengin að láni frá íbúum Seyðisfjarðar og nærliggjandi svæðum. Opnun 6. apríl, kl. 16:00-18:00. Allir eru velkomnir. Öll erum við í eðli okkar safnarar, ýmist af ásettu ráði en oft af tilviljun. Slík söfn endurspegla oft á tíðum persónuleika okkar og geta sem slík sagt okkur eitthvað um safnarann. Sýning þessi varð að veruleika þegar íbúum bæjarins og nærliggjandi svæða var boðið að sýna hluti sem þau safna. Slík breidd safna endurspeglar fjölbreytileika íbúanna. Þau spanna allt frá úrvali ritvéla til kvikmyndaskráa, frá servíettum til […]

Read More