Liðnar sýningar og viðburðir

/www/wp content/uploads/2018/03/bras setning 2018

BRAS

Velkomin í Herðubreið á setningarhátíð BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Boðið verður upp á tónlistaratriði með ungum Seyðfirðingum og léttar veitingar. DAÐI FREYR treður upp í beinni útsendingu, tekur lagið og semur tónlist á Seyðisfirði, Eskifirði og á Egilsstöðum! Bras verður haldin í fyrsta skipti í september 2018 og fer fram víðsvegar í fjórðungnum. Hátíðin er samstarfsverkefni Skaftfells, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, Tónlistarmiðstöðvar Austurlands, Menningarstofu Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs, Skólaskrifstofu Austurlands og Austurbrúar. Hluti hátíðarinnar sem öllum er opinn en auk þess er fjöldinn allur af listasmiðjum og viðburðum í boði allan september í skólum á Austurlandi.

/www/wp content/uploads/2018/03/n t samsett 2018 1200

Alls konar landslag

Allt frá upphafi myndlistar hefur landslag og náttúra veitt myndlistarmönnum innblástur. Nína Tryggvadóttir (1913-1968) og Gunnlaugur Scheving (1904-1972) eru þar engin undantekning. Þrátt fyrir að lykilverk þeirra á sýningunni „Alls konar landslag”, Síldarbátur eftir Gunnlaug og Eyðimörk eftir Nínu, séu ekki dæmi um hefðbundin landslagsmálverk eru þau einhvers konar niðurstaða beggja listamanna eftir áralanga þróun og tilraunir þeirra. Hvorki Gunnlaugur né Nína bundu sig við einn miðil; öll verkin hér eiga þó sameiginlegt að vera í tvívídd en aðferðirnar þó mismunandi, allt frá hefðbundnu málverki, til samklippis og þrykks og skissa. Þegar Nína hóf nám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn […]

Read More