Residency events and activities

Listamannaspjall: Ji Yoon Jen Chung og María Sjöfn Dupuis Laufeyjardóttir

Listamannaspjall: Ji Yoon Jen Chung og María Sjöfn Dupuis Laufeyjardóttir

Þriðjudaginn 7. mars 2023, kl. 17:00 – 18:00, Skaftfell 3. hæð Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á kynningu á verkum og hugleiðingum tveggja núverandi gestalistamanna Skaftfells: Ji Yoon Jen Chung er suður-kóresk listakona og kennari. Í verkum sínum einblínir hún á ósýnilegar breytingar sem við tökum alla jafna ekki eftir, þykir sjálfsagðar og gleymum. Tilraunir hennar til að varðveita hverful og óumflýjanleg fyrirbæri renna oft saman í verkum hennar. Listræn iðkun hennar er sprottin upp af breytingum auk þess sem hún sýnir samúð með hverfulli nærveru. Slík iðja tekur tíma og tekur mið af missi. Ji Yoon er með MFA […]

Read More

Lucia Gašparovičová: 26 minutes

Lucia Gašparovičová: 26 minutes

10. febrúar, kl. 17:00 – 18:00, Skaftfell Lucia Gašparovičová sýnir ljósmyndaverk “26 minutes” í anddyri Skaftfells föstudaginn 10. febrúar frá 17:00-18:00. Sýningin er partur af List í ljósi. Um “26 minutes”: Það tekur ljós 26 mínútur að berast ljósmyndapappír inni í camera obscura (myrkraboxi). Þetta ferli átti sér stað tvisvar á dag í tvo mánuði, myrkraboxið staðsett á bekk við höfnina á Skagaströnd þar sem sólargangurinn sást vel. 26 minutes er upptaka á tíma og rúmi sem fangar fjölbreytt birtuskilyrði á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Manneskjan stóð í heild sinni 1300 mínútur á sama stað við bekkinn á meðan hún reyndi að fanga þann fjórvíða heim […]

Read More