Residency events and activities

Listamannaspjall: Lucia Gašparovičová, Tóta Kolbeinsdóttir og Salka Rósinkranz

Listamannaspjall: Lucia Gašparovičová, Tóta Kolbeinsdóttir og Salka Rósinkranz

Miðvikudagur, 1. febrúar, kl. 17:00-18:00, Skaftfell, 3. hæð Lucia Gašparovičová er slóvönsk myndlistarkona. Hún býr í Bratislava þar sem hún stundaði nám við Academy of Fine Arts and Design og lauk þar doktorsgráðu árið 2019. Í verkum sínum einblínir Lucia á skynjun okkar á umhverfi og fyrirbærum daglegs lífs. Hún rannsakar og skrásetur viðfangsefni sitt með hlutum, ljósmyndum, bókverkum og innsetningum. Með verkum sínum reynir Lucia að draga fram fyrirbæri sem við leiðum hjá okkur eða eru „ósýnileg”. Í tveggja mánaða langri gestalistamanndvöl sinni mun Lucia einbeita sér að náttúrunni og einmanaleikanum. Berskjölduð gagnvart náttúru Íslands yfir vetrarmánuðina hverfur Lucia frá hversdagsleikanum og […]

Read More

Nicola Turner: Myth and Miasma

Nicola Turner: Myth and Miasma

Skaftfell, Austurvegi 42 26. nóvember – 15. desember 2022. Opið mánudaga til föstudaga, kl. 9:00 – 15:00. Breska listakonan Nicola Turner hefur dvalið sem gestalistamaður Skaftfells í nóvember. Nú í lok dvalarinnar sýnir hún innsetningu í inngangi og bókabúð Skaftfells á annari hæð, sem ber heitið Myth and Miasma. Verkið verður til sýnis frá 26. nóvember til 15. desember. Opið á skrifstofutíma: Mánudaga-föstudaga frá 9:00-15:00. Í verkum sínum bregst Nicola við stöðum og vinnur með lífræn úrgangsefni. Með því að ganga um landslagið umhverfis Seyðisfjörð fræddist hún um byggðasögu, búskap og landfræðileg fjarðarins. Eitt af því sem vakti fyrst athygli […]

Read More