Residency events and activities

Listamannaspjall: Brooke Holve (US), Catherine Richardson (UK/US), Eve Provost Chartrand (CA)

Listamannaspjall: Brooke Holve (US), Catherine Richardson (UK/US), Eve Provost Chartrand (CA)

Verið velkomin á listamannaspjall með gestalistamönnum Skaftfells! Miðvikudaginn 28. september kl. 17:30-18:30 í íbúð Skaftfells (efsta hæð). Kaffi og smákökur verða í boði. Brooke Holve býr og starfar í smábænum Sebastopol, Kaliforníu, um klukkustund norður af San Francisco. Hún dregur innblástur af náttúrulegum ferlum í landslaginu og rannsaka verk hennar eðli mótunar, einkum samspil innri/ytri ferla við efni og tungumál. Brooke er gestalistamaður Skaftfells í september 2022. Catherine Richardson býr og starfar á milli London, Englandi og Healdsburg, Norður-Kaliforníu. Verk hennar, sem samanstanda að mestu af teikningum og málverkum gerð með mismunandi aðferðum, kortleggja landslag og eru upplýst af jarðfræðilegri uppbyggingu þess, […]

Read More

FLOCK listasmiðja með Rachel Simmons

FLOCK listasmiðja með Rachel Simmons

Laugardaginn 20. ágúst, kl. 10:00-11:30 og 13:00-16:00 Taktu þátt í FLOCK listasmiðju með Rachel Simmons! Smiðjan inniheldur göngutúr og fuglaskoðun um bæinn fyrir hádegi og prentgerð í stúdíóinu þar sem skrautlegir fuglarnir verða til. Smiðjan er fyrir krakka á öllum aldri og foreldrar eru velkomnir með! Aðgangur er ókeypis. Sendu tölvupost á [email protected] fyrir frekari upplýsingar og skráningu. kl. 10:00-11:30: Fuglaskoðun.Hist verður kl. 10:00 í Herðubreið til þess að skoða FLOCK sýninguna og svo verður farið í fuglaskoðunargöngu með listamanninum. kl. 11:30-13:00 Hádegishlé kl. 13:00-16:00: Prentsmiðja. Eftir hádegi hittumst við kl. 13:00 í smiðju Seyðisfjörður Prentverk að Öldugötu 14. Rachel Simmons er bandarísk listakona […]

Read More