Articles by: Hanna Christel

Skeyti til náttúrunnar

Skeyti til náttúrunnar

Listfræðsluverkefni Skaftfells haustið 2021, Skeyti til náttúrunnar, var þróað af myndlistarmanninum Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur í tengslum við sýninguna Slóð sem hún og myndlistarmaðurinn Karlotta Blöndal opnuðu í sýningarsal Skaftfells 25. september sama ár. Markmið verkefnisins var annars vegar að kynna Morse-kóða fyrir nemendum og segja frá notkun hans á ritsímastöð Seyðisfjarðar í grófum dráttum. Hins vegar að sýna hvernig nota má skapandi hugsun með þekktum kerfum eins og Morse og setja í sjónrænt samhengi og víkka þannig út samhengi hluta. Þessir þættir voru svo fléttaðir inn í umhverfis- og náttúruvernd og nemendur vaktir til umhugsunar um samband sitt við náttúruna […]

Read More

BRAS – Opin listsmiðja í boði Skaftfells og AM forlag

BRAS – Opin listsmiðja í boði Skaftfells og AM forlag

Skaftfell tekur þátt í BRAS og býður, ásamt AM forlag, upp á listsmiðjuna Stimpladýr fyrir 5 ára börn og eldri. Smiðjan fer fram á Haustroða í Seyðisfjarðarskóla (rauða skóla) og hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 14:30. Smiðjan er ókeypis en börnin þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Leiðbeinandi smiðjunnar er Junko Nakamura (JP) sem býr og starfar í París og hefur myndskreytt fjölda barnabóka þ.á.m. Í morgunsárið sem AM forlag hefur gefið út í íslenskri þýðingu. Áhugasamir eru beðnir að skrá barnið sitt á [email protected]